Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 01. ágúst 2020 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert lék hálfleik í tapi AZ - Birkir og Nói spiluðu ný félög
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson spilaði fyrri hálfleikinn fyrir AZ Alkmaar þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Utrecht í æfingaleik í dag.

Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir hollensku úrvalsdeildina sem á að hefjast aftur í september næstkomandi. Keppni í Hollandi var aflýst í apríl síðastliðnum og var síðasta tímabil ekki klárað.

Albert meiddist alvarlega í október á síðasta ári en var að stíga upp úr meiðslum þegar hollenski boltanum var aflýst. Hann spilaði 45 mínútur í dag.

Íslendingarnir í Slóvakíu
Tveir Íslendingar sömdu við félög í Slóvakíu í vikunni og voru þeir báðir í eldlínunni í dag. Nói Snæhólm Ólafsson var í byrjunarliði Senica sem tapaði 1-0 fyrir Slovacko í æfingaleik og Birkir Valur Jónsson byrjaði á bekknum hjá Spartak Trnava í 1-1 jafntefli gegn Sigma Olomouc frá Tékklandi. Birkir Valur kom inn á sem varamaður á 65. mínútu.

Úrvalsdeildin í Slóvakíu hefst eftir nákvæmlega viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner