Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 01. ágúst 2020 20:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Íslendingaliðin unnu - Emil fyrirliði Sandefjord
Emil Pálsson.
Emil Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tvö Íslendingalið að spila í norsku úrvalsdeildinni í kvöld og unnu þau bæði sína leiki.

Sandefjord gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur gegn Molde á heimavelli. Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson voru báðir í byrjunarliði Sandefjord. Emil var tekinn af velli í hálfleik og Viðar fór af velli á 73. mínútu.

Emil var fyrirliði Sandefjord í dag. „Ég er gríðarlega ánægður að vera í þess­ari stöðu, þetta er nokkuð sem ég hef lagt hart að mér fyr­ir. Á sama tíma er þetta auk­in ábyrgð, inn­an sem utan vall­ar, en ég er til­bú­inn í það," sagði Emil um þá ábyrgð sem það er að vera fyrirliði í samtali við staðarblaðið Sand­efjords Blad. Hann er fyrirliði í fjarveru Lars Gorud sem er frá vegna meiðsla.

Sandefjord er í tíunda sæti með 13 stig, en Molde er í öðru sæti með 28 stig.

Matthías Vilhjálmsson spilaði svo allan leikinn fyrir Valerenga í 2-1 útisigri á Brann. Valerenga er í þriðja sæti með 22 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner