Chelsea hefur krækt í enska unglingalandsliðsmanninn Jesse Derry frá Crystal Palace.
Þessi 18 ára gamli leikmaður skrifar undir samning til 2029 við Chelsea.
Þessi 18 ára gamli leikmaður skrifar undir samning til 2029 við Chelsea.
Derry var valinn leikmaður ársins hjá U18 liði Crystal Palace 2023-24 tímabilið og á síðasta tímabili tók hann skrefið upp í U21 liðið.
Í sumar spilaði hann með U19 landsliði Englands í lokakeppni Evrópumótsins.
„Velkominn til Chelsea, Jesse," segir í tilkynningu Lundúnafélagsins.
Athugasemdir