Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dele Alli sparkað úr hópnum - Ekki í framtíðarplönum Fabregas
Mynd: Como
Ítalski fjölmiðillinn Gazzetta dello Sport greinir frá því að Cesc Fabregas hafi sparkað Dele Alli úr leikmannahópi ítalska félagsins Como.

Alli gekk til liðs við Como í janúar og vonaðist til að endurvekja ferilinn sem hefur litast af meiðslum og andlegum veikindum undanfarin ár.

Hann er hins vegar ekki í framtíðarplönum Fabregas og æfir einn síns liðs.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í 2-1 tapi gegn AC MIlan 15. mars. Hann kom inn á sem varamaður og fékk rautt í uppbótatíma, hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan.
Athugasemdir
banner
banner