Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er að sýna meira og meira að hann eigi heima í Man Utd
Dorgu í leik á undirbúningstímabilinu.
Dorgu í leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd: EPA
Danski vinstri bakvörðurinn Patrick Dorgu hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu með Manchester United.

Dorgu gekk í raðir Man Utd í janúar frá Lecce á Ítalíu. Hann var hægur í gang en sýndi rispur inn á milli.

Hann hefur spilað mjög vel í æfingaferð United í Bandaríkjunum og Rúben Amorim, stjóri liðsins, er virkilega ánægður með Dorgu.

„Hann er bara tvítugur en hann lítur alltaf meira og meira út eins og hann eigi heima í Manchester United," segir Amorim.

„Það er erfitt þegar þú ert tvítugur. Hann er kraftmikill, hann verst svo vel og hann pressar svo vel. Patrick hefur heillað mig mikið."
Athugasemdir
banner
banner
banner