Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrum varnarmaður Southampton til Sociedad (Staðfest)
Mynd: Real Sociedad
Króatíski varnarmaðurinn Duje Caleta-Car er genginn til liðs við Real Sociedad frá Lyon á láni út tímabilið. Spænska félagið getur fest kaup á honum fyrir 4 milljónir evra næsta sumar.

Caleta-Car er 28 ára gamall miðvörður sem gekk til liðs við Lyon frá Southampton árið 2023, fyrst á láni en félagið festi kaup á honum síðasta sumar. Hann spilaði 53 leiki fyrir Lyon síðustu tvö tímabil.

Hann var hjá franska liðinu Marseille áður en hann gekk til liðs við Southampton en hann stoppaði aðeins í eitt ár á Englandi þar sem hann lék aðeins 13 leiki.

Hann er nú orðinn liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá Sociedad. Spænska liðið hafnaði í 11. sæti í spænsku deildinni á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner