Heimild: Lanotiziasportiva
Genoa hefur áhuga á Brynjólfi Willumssyni, leikmanni Groningen, ítalski fjölmiðillinn La Notizia Sportiva greinir frá þessu.
Það verða breytingar á leikmannahópi Genoa í sumar og félagið hefur meðal annars nælt í Mikael Egil Ellertsson frá Venezia.
Það verða breytingar á leikmannahópi Genoa í sumar og félagið hefur meðal annars nælt í Mikael Egil Ellertsson frá Venezia.
Það kemur fram á La Notizia Sportiva að Brynjólfur henti liðinu, sem er undir stjórn Patrick Vieira, vel. „Nafn sem erfitt er að bera fram en tæknilegu hæfileikarnir tala sínu máli," segir í grein ítalska miðilsins.
Brynjólfur er uppalinn hjá Breiðabliki en hann gekk til liðs við Kristiansund í Noregi árið 2021. Hann gekk til liðs við Groningen í Hollandi fyrir rúmu ári síðan.
Hann spilaði 29 leiki, skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt í hollensku deildinni á síðustu leiktíð þar sem Groningen hafnaði í 13. sæti sem nýliði.
Athugasemdir