Bandaríski markvörðurinn Matt Turner er genginn til liðs við Lyon frá Nottingham Forest. Lyon borgar um 6,5 milljón punda fyrir hann.
Turner gekk til liðs við Arsenal frá New England Revolution í MLS deildinni í Bandaríkjunum árið 2022. Hann gekk síðan til liðs við Nottingham Forest árið 2023.
Turner gekk til liðs við Arsenal frá New England Revolution í MLS deildinni í Bandaríkjunum árið 2022. Hann gekk síðan til liðs við Nottingham Forest árið 2023.
Hann er kominn aftur heim því Lyon hefur lánað hann til New England en lánssamningurinn er í gildi þar til í júlí á næsta ári.
Hann var á láni hjá Crystal Palace á síðustu leiktíð. Hann kom ekkert við sögu í úrvalsdeildinni en spilaði fjóra bikarleiki.
Athugasemdir