
Melissa Alison Garcia hefur núna snúið aftur til Íslands í fjórða sinn en hún er búin að semja við Keflavík.
Melissa er sóknarþenkjandi leikmaður sem getur þó spilað margar stöður á vellinum.
Melissa er sóknarþenkjandi leikmaður sem getur þó spilað margar stöður á vellinum.
Hún lék í fyrra með Þrótti í Bestu deildinni og skoraði þá þrjú mörk í ellefu leikjum í Bestu deildinni.
Melissa kom fyrst til Íslands 2020 og spilaði þá með Haukum, en hún lék þá með Tindastóli 2022 og 2023.
Núna er hún mætt í Keflavík sem er í áttunda sæti Lengjudeildarinnar.
Athugasemdir