Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Mikey Moore lánaður til Rangers (Staðfest)
Mynd: Rangers
Mikey Moore, efnilegur leikmaður Tottenham Hotspur, hefur gengið til liðs við skoska félagið Rangers í eitt ár á láni.

Moore, sem er 17 ára gamall og hefur verið í unglingastarfi Tottenham frá sjö ára aldri. Þessi spennandi leikmaður á tólf leiki að baki fyrir aðallið Tottenham og skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðalliðið gegn Elfsborg í Evrópudeildinni.

Moore er áttundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Rangers undir stjórn nýs þjálfara, Russell Martin, í sumar. Við undirskriftina sagði Moore: „Ég er spenntur að hefjast handa. Þegar Rangers sýndu áhuga á mér var það stórt tækifæri og auðveld ákvörðun.“

Moore varð sá yngsti til að spila fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í maí 2024 en þá var hann 16 ára og 277 daga gamall.


Athugasemdir