Mikey Moore, efnilegur leikmaður Tottenham Hotspur, hefur gengið til liðs við skoska félagið Rangers í eitt ár á láni.
Moore, sem er 17 ára gamall og hefur verið í unglingastarfi Tottenham frá sjö ára aldri. Þessi spennandi leikmaður á tólf leiki að baki fyrir aðallið Tottenham og skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðalliðið gegn Elfsborg í Evrópudeildinni.
Moore er áttundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Rangers undir stjórn nýs þjálfara, Russell Martin, í sumar. Við undirskriftina sagði Moore: „Ég er spenntur að hefjast handa. Þegar Rangers sýndu áhuga á mér var það stórt tækifæri og auðveld ákvörðun.“
Moore varð sá yngsti til að spila fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í maí 2024 en þá var hann 16 ára og 277 daga gamall.
????? Mikey Moore spoke to @RangersTV after joining the club on a season-long loan deal. pic.twitter.com/FgzWfKEfYH
— Rangers Football Club (@RangersFC) August 1, 2025
Athugasemdir