Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 08:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Hrafn Í KR (Staðfest)
Orri Hrafn Kjartansson
Orri Hrafn Kjartansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson er genginn til liðs við KR frá Val. Hann skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2028.

Orri Hrafn er 23 ára fjölhæfur miðjumaður sem uppalinn er hjá Fylki en hefur verið hjá Val frá því hann var keyptur frá uppeldisfélaginu fyrir tímabilið 2022. Hann fór ungur að árum til Heerenveen í Hollandi og lék alls 25 leiki fyrir yngri landsliðin.

Hann kom við sögu í 20 leikjum með Val 2022 og 24 leikjum 2023. Í fyrra lék hann tíu leiki með Fylki á láni áður en hann svo lék fimm leiki með Val, en veikindi settu strik í reikninginn hjá honum í fyrra. Á þessu tímabili hefur hann komið við sögu í 14 af 16 deildarleikjum Vals, en einungis byrjað fimm þeirra.

Hann kemur til KR eftir að Jóhannes Kristinn Bjarnason var seldur til danska félagsins Kolding.

Orri hefur fengið leikheimild og er því til taks þegar KR heimsækir ÍBV á Þjóðhátíð á morgun.
Athugasemdir
banner
banner