Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho til í að taka á sig 50 prósent launalækkun
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: EPA
Kantmaðurinn Jadon Sancho er sagður tilbúinn að taka á sig 50 prósenta launalækkun til að fara frá Manchester United.

Sancho er í frystikistunni hjá Manchester United eftir að hafa verið í láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð. Hann er ekki í plönum Rúben Amorim, stjóra United.

Samkvæmt Bild er Sancho gríðarlega spenntur fyrir því að snúa aftur til Borussia Dortmund þar sem hann hefur átt sinn besta tíma á ferlinum.

Sancho er með 275 þúsund pund í vikulaun hjá Dortmund en hann er sagður hafa tjáð æðstu mönnum Dortmund að hann sé tilbúinn að taka á sig 50 prósent launalækkun.

Sancho hefur einnig verið orðaður við Juventus en sá orðrómur hefur kólnað hratt.
Athugasemdir
banner
banner