Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigur í fyrsta leik Jóa Bjarna
Mynd: Kolding
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Kristinn Bjarnason spilaði sinn fyrsta leik fyrir danska liðið Kolding í kvöld eftir komuna frá KR á dögunum.

Kolding vann Koge 3-1 í 3. umferð í næst efstu deild en Jóhannes kom inn á 83. mínútu þegar úrslitin voru ráðin. Ari Leifsson var ekki með Kolding þar sem hann tekur út leikbann.

Nóel Atli Arnórsson tók út leikbann þegar Álaborg gerði 1-1 jafntefli gegn Hobro. Kolding er í 2. sæti með sex stig eftir þrjár umferðir en Álaborg er í 7. sæti með tvö stig.

FC Kaupmannahöfn vann Fredericia 2-0 í efstu deild. Daníel Freyr Kristjánsson er á meiðslalistanum hjá Frederica en verður klár í slaginn eftir um það bil tvær vikur.

Fredericia er í 8. sæti með 3 stig eftir þrjár umferðir en FCK er á toppnum með fullt hús stiga.

Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á þegar rúmlega 20 mínútur voru til leiksloka þegar Hertha Berlin tapaði 2-1 gegn Schalke í fyrstu umferð næst efstu deildar í Þýskalandi. Hertha náði að klóra í bakkann í blálokin en Schalke var með 2-0 forystu í hálfleik.

Logi Tómasson var í byrjunarliði tyrkneska liðsins Samsunspor þegar liðið vann Dunkerque frá Frakklandi 1-0 í æfingaleik.
Athugasemdir
banner
banner