Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttur Vogum bætir við sig þremur leikmönnum (Staðfest)
Anton snýr aftur í Þrótt.
Anton snýr aftur í Þrótt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum hefur bætt við sig þremur leikmönnum fyrir átökin í 2. deild karla.

Varnarmaðurinn Anton Freyr Hauks Guðlaugsson kemur frá Höfnum þar sem hann hefur spilað 13 leiki í 4. deild í sumar og skorað í þeim fjögur mörk.

Anton þekkir sig vel í Vogunum þar sem hann spilaði þar sumarið 2023.

Anton, sem er fæddur 1997, hefur einnig spilað með Haukum, Keflavík og Njarðvík á sínum ferli.

Þá eru Kjartan Þór Þórisson og Pétur Ingi Þorsteinsson komnir úr ÍH eftir að hafa verið þar á láni en þeir eru báðir fæddir 2005. Pétur er uppalinn í Breiðabliki og Kjartan er uppalinn í FH.

Þróttur er sem stendur í fjórða sæti 2. deildar og er í harðri baráttu um að fara upp um deild.
Athugasemdir