Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. september 2021 09:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaupverðið sagt 3 milljónir evra - ÍA fær 20 prósent
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson var í gær seldur frá Norrköping til FC Kaupmannahafnar í Danmörku.

FCK kaupir Ísak frá Norrköping og skrifar Skagamaðurinn ungi undir samning til 2026 við FCK.

Ísak hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Svíþjóð og var hann orðaður við risastór félög í Evrópu á borð við Liverpool, Manchester United og Real Madrid.

Samkvæmt BT í Danmörku þá borgar FCK tæpar 3 milljónir evra fyrir Ísak Bergmann en sænski fjölmiðillinn Aftonbladet ályktar að ef sú upphæð er rétt, að þá mun hún hækka í framtíðinni í tengslum við árangurstengdar greiðslur.

Samkvæmt heimildum þá fær ÍA 20 prósent af upphæðinni sem Norrköping selur hann fyrir. Ef upphæðin er 3 milljónir evra, þá fær ÍA 90 milljónir króna fyrir þessa sölu.

Karlalið ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar og góðar líkur eru á því að það verði í Lengjudeildinni að ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner