Aston Villa hefur náð samkomulagi við Liverpool um félagaskipti Harvey Elliott.
Villa mun fá hann á láni út tímabilið og kaupa hann svo fyrir 35 milljónir punda næsta sumar.
Villa mun fá hann á láni út tímabilið og kaupa hann svo fyrir 35 milljónir punda næsta sumar.
Elliott vakti áhuga þýska félagsins RB Leipzig fyrr í sumar en það gekk ekki eftir. Svo gerast hlutirnir hratt oft á gluggadeginum.
Villa hefur haft lítið svigrúm á markaðnum út af fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar en þeir eru að landa Jadon Sancho og Elliott núna á gluggadeginum.
Elliott var frábær með enska U21 landsliðinu á Evrópumótinu fyrr í sumar og er virkilega öflugur leikmaður sem kemur til með að fá stærra hlutverk hjá Aston Villa en hjá Liverpool.
Athugasemdir