Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 16:46
Brynjar Ingi Erluson
Donnarumma búinn að skrifa undir hjá Man City
Mynd: EPA
Ítalski markvörðurinn Gianlugi Donnarumma er búinn að skrifa undir langtímasamning hjá Manchester City og er nú beðið eftir tilkynningu frá félaginu.

Man City náði samkomulagi við Donnarumma um kaup og kjör fyrir nokkrum vikum.

Félagið gekk síðan í dag frá samningum við Paris Saint-Germain um kaupverð sem er í kringum 35 milljónir punda.

Hann er búinn í læknisskoðun og búinn að skrifa undir samninginn en þetta segir Fabrizio Romano.

Evrópumeistarinn verður kynntur á næsta klukkutímanum eða svo, en hann verður markvörður númer eitt.

Ederson er farinn til Fenerbahce og þá verður James Trafford varamarkvörður, en hann hefur staðið á milli stanganna í fyrstu leikjum City á tímabilinu.


Athugasemdir
banner