Pólski varnarmaðurinn Jakub Kiwior er genginn til liðs við Porto frá Arsenal.
Um lánssamning er að ræða en Porto mun festa kaup á honum fyrir 24 milljónir punda eftir tímabilið.
Um lánssamning er að ræða en Porto mun festa kaup á honum fyrir 24 milljónir punda eftir tímabilið.
Kiwior gekk til liðs við Arsenal frá Spezia fyrir 20 milljónir punda í janúar 2023.
Þá er portúgalski miðjumaðurinn Fabio Vieira farinn til þýska liðsins Hamburg SV á láni með kaupmöguleika.
Vieira gekk til liðs við Arsenal árið 2022 frá Porto en hann átti erfitt uppdráttar og sneri aftur til Porto á láni á síðustu leiktíð.
Hamburg staðfesti kaup á Albert Sambi Lokonga, miðjumanni Arsenal, fyrr í dag.
Athugasemdir