Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 10:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lammens flýgur til Manchester
Senne Lammens.
Senne Lammens.
Mynd: Antwerp
Belgíski markvörðurinn Senne Lammens er núna í einkaflugvél á leið frá Antwerp til Manchester.

Fjölmiðlar í Belgíu náðu mynd af honum við flugvélina núna áðan.

Manchester United hefur náð persónulegu samkomulagi við Lammens en ekki við Antwerp, félag hans.

Aston Villa hefur einnig sýnt Lammens áhuga en talið er að hann sé að fara til Englands til að möguleg skipti geti gengið í gegn ef samkomulag næst við annað hvort United eða Villa. Hann er þá í Englandi og tilbúinn.

Lammens var besti markvörðurinn í Belgíu á síðasta tímabili og hefur hann verið sterklega orðaður við Man Utd í sumar. Svo kom Villa inn í myndina á síðustu dögum.

Það eru miklar líkur á því að Man Utd muni annað hvort krækja í Lammens eða Emi Martinez frá Aston Villa í dag.



Athugasemdir
banner