Manchester United er að ganga frá kaupum á belgíska markverðinum Senne Lammens.
David Ornstein hjá The Athletic segir að United hafi náð samkomulagi við Royal Antwerp um kaup á Lammens. Fyrr í dag náði United persónulegu samkomulagi við leikmanninn.
David Ornstein hjá The Athletic segir að United hafi náð samkomulagi við Royal Antwerp um kaup á Lammens. Fyrr í dag náði United persónulegu samkomulagi við leikmanninn.
Man Utd hefur líka verið að ræða við Aston Villa um Emi Martinez en Simon Stone hjá breska ríkisútvarpinu segir að United muni ekki lengur eltast við Martinez.
United borgar rúmlega 18 milljónir punda fyrir Lammens sem er 23 ára gamall.
Hann er núna að lenda í Manchester þar sem hann mun ganga frá skiptunum.
Lammens var besti markvörðurinn í Belgíu á síðasta tímabili og hefur hann verið sterklega orðaður við Man Utd í mestallt sumar. Svo kom Villa inn í myndina á síðustu dögum en hann er að ganga í raðir United.
Athugasemdir