Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 16:59
Brynjar Ingi Erluson
Ornstein: Skipti Guehi enn í hættu
Mynd: EPA
David Ornstein hjá Athletic segir félagaskipti Marc Guehi til Liverpool enn í hættu og að á næsta tímanum verði tekin ákvörðun um framhaldið.

Félagaskipti Guehi til Liverpool hafa farið fram og til baka síðustu tvo tíma eða svo.

Samkomulag milli félaganna er klárt og þá er Guehi búinn í læknisskoðun hjá Liverpool.

Eftir að Igor Julio hætti við að fara til Palace var sagt frá því að skiptin væru í hættu, en margir af áreiðanlegustu blaðamönnum Englands sögðu stuttu síðar að þetta myndi ekki hafa áhrif á skiptin.

Ornstein sem er talinn sá allra virtasti á Englandi segir nú skiptin í hættu og að nú muni Guehi ræða við Oliver Glasner, stjóra Palace, og Steve Parish, stjórnarformann félagsins, um framhaldið.

Ákvörðun mun liggja fyrir á næsta tímanum, en það er erfitt að segja hvað mun gerast. Útlit er fyrir að Glasner og Parish séu með ákvörðunarvaldið, en Palace hefur að vísu enn rúman klukkutíma til að sækja annan varnarmann og jafnvel fengið aukafrest til að ganga frá pappírsvinnu.
Athugasemdir