Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 10:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pólskt félag fylgdist með Stefáni en orðið ólíklegt að hann fari
Stefán Ingi Sigurðarson.
Stefán Ingi Sigurðarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er útlit fyrir að Stefán Ingi Sigurðarson verði áfram leikmaður Sandefjord í Noregi þrátt fyrir mikinn áhuga á leikmanninum.

Þetta segir Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, en stór verðmiði Sandefjord hefur verið að fæla félög frá. Talið er að Sandefjord sé að biðja um meira en 2 milljónir evra fyrir funheita framherjann.

Sænska félagið Djurgården var komið langt með að kaupa Stefán Inga á dögunum en það gekk ekki eftir að lokum þar sem sænska félaginu tókst ekki að selja August Priske.

Samkvæmt norskum fjölmiðlum var pólska félagið Raków að fylgjast með Stefáni um helgina og hefur áhuga á að kaupa hann en það er ólíklegt að það gerist þar sem það er svo lítið eftir af glugganum.

Stefán Ingi hefur á þessu tímabili skorað ellefu mörk í 16 leikjum fyrir Sandefjord.


Athugasemdir
banner