Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 01. október 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Sigurvin Ólafs: Samstarfið við KR hefur aukist jafnt og þétt
Sigurvin Ólafsson.
Sigurvin Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV tryggði sér sæti í 2. deildinni á nýjan leik eftir þriggja ára fjarveru með 5-1 sigri gegn Tindastóli í gærkvöldi. KV er þar með búið að tryggja sig upp úr 3. deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir.

Fótbolti.net ræddi við Sigurvin Ólafsson, þjálfara KV, og spurði hann út í lykilinn að árangri sumarsins hjá Vesturbæingum.

„Hingað til hefur gengið nokkuð vel og það segir sig sjálft að það góða gengi er fyrst og fremst framlagi leikmanna liðsins að þakka," sagði SIgurvin.

„Mótið er hins vegar ekki búið þannig að ég ætla að leyfa mér að geyma það að pæla frekar í þeim málum. Nú spáum við bara í næsta leik, sem er strax á lau, og við erum bara með eins stigs forystu á toppnum svo að við megum ekki misstíga okkur. Að komast upp er fínn áfangi en það er enn ekki útséð hversu góður árangurinn verður í raun og veru."

KV er að berjast við Reyni Sandgerði um efsta sæti deildarinnar en Sigurvin hefur verið ánægður með 3. deildina í sumar.

„Hún hefur verið mjög góð og mjög skemmtileg. Deildin verður sterkari með hverju árinu, fullt af fínum leikmönnum og víða mikið lagt í þetta. Þannig að það er aldrei hægt að ganga útfrá því að fá auðveldan sigur."

KV hefur aukið samstarf sitt við KR undanfarin ár með góðum árangri. „Samstarfið hefur verið mjög gott, það hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin og mun vonandi slípast enn betur á næstu árum," sagði Sigurvin.

Aðspurður hvort hann muni þjálfa KV áfram á næsta tímabili sagði SIgurvin: „Ég veit það ekki, við höfum ekkert verið að spá í þeim málum. Byrjum á að klára þetta tímabil og pælum svo í framtíðinni."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner