Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   lau 01. október 2022 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adda er hætt í fótbolta - „Man í fyrra þegar ég sá Kára og Sölva"
Adda með skjöldinn.
Adda með skjöldinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, alltaf kölluð Adda, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Hún lék í dag sinn síðasta leik á glæstum ferli er Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Selfoss

„Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það er orðið svolítið síðan ég ákvað þetta. Þetta er sætt, ég er stolt af ferlinum og mér líður vel með þessa ákvörðun. Ég fékk heilræði hjá manni innan félagsins sem sagði mér að ég myndi finna það þegar ég yrði tilbúin til að hætta. Ég finn það núna."

„Ég fór að hugsa það fyrir mót og um mitt mót að það væri farið að síga á seinni hlutann. Ég er búin að vera mikið meidd og búin að koma til baka eftir tvær barneignir."

„Það er eiginlega lygilegt að fá að enda þetta sem tvöfaldur meistari... ég man í fyrra þegar ég sá Kára (Árnason) og Sölva (Geir Ottesen) að mér fannst það æðislegt að sjá það. Ég hugsaði um að það yrði frábært að enda eins og þeir. Það er draumi líkast að fá að enda þetta með öllum í Val svona," segir Adda en Kári og Sölvi urðu báðir tvöfaldir meistarar með Víkingum í fyrra og hættu svo.

Hvað tekur við núna?

„Ég ætla að fá að njóta þess að fara í frí með fjölskyldunni og svo sé ég hvað ég mun gera."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner