Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. október 2022 19:02
Brynjar Ingi Erluson
England: Annar sigur West Ham kom gegn Wolves
Gianluca Scamacca skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir West Ham
Gianluca Scamacca skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir West Ham
Mynd: EPA
West Ham 2 - 0 Wolves
1-0 Gianluca Scamacca ('29 )
2-0 Jarrod Bowen ('54 )

West Ham United vann annan leik sinn í ensku úrvalsdeildinni er liðið lagði Wolves, 2-0, á London-leikvanginum í dag.

Úlfarnir áttu frumkvæðið í byrjun leiks og náðu aðeins að hita Lukasz Fabianski, markvörð West Ham, upp. Heimamenn komu sér betur inn í leikinn og fóru að skapa hættu fyrir framan mark gestanna.

Ítalski framherjinn Gianluca Scamacca skoraði fyrsta deildarmark sitt á 29. mínútu og var það mark til að muna eftir. Boltinn datt fyrir hann fyrir utan vítateiginn og þrumaði hann boltanum efst í hægra hornið. Óverjandi fyrir Jose Sa.

Í upphafi síðari hálfleiks kom annað mark West Ham. Að þessu sinni var það enski vængmaðurinn Jarrod Bowen. Þýski varnarmaðurinn Thilo Kehrer átti skot sem fór af varnarmanni og til Bowen. Hann gerði vel og lét vaða á nærstöngina. Glæsilegt mark.

Diego Costa spilaði sinn fyrsta leik fyrir Wolves frá því hann kom á frjálsri sölu og skilaði hann ágætu dagsverki. Hann kom sér í góðar stöður og hefði jafnvel með smá heppni getað skorað.

Wolves náði þó aldrei að koma boltanum í netið og fagnar West Ham öðrum sigri sínum í deildinni. Liðið er með 7 stig í 15. sæti en Wolves í 18. sæti með 6 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner