Slovan Bratislava og Manchester City mætast í Meistaradeildinni í kvöld en óhætt er að segja að Vladimir Weiss, stjóri slóvakíska liðsins, hafi hlaðið kollega sinn Pep Guardiola lofi á fréttamannafundi fyrir leikinn.
Weiss líkti Guardiola við arkitektinn fræga Antoni Gaudí sem var katalónskur líkt og Guardiola.
Weiss líkti Guardiola við arkitektinn fræga Antoni Gaudí sem var katalónskur líkt og Guardiola.
„Þeir báðir byggðu eitthvað og eru snillingar á sínu sviði. Eins og Gaudi helgaði líf sitt að byggja kirkjuna þá hefur Pep Guardiola valið réttu leikmennina í sína hugmyndafræði og afrekað það sem hann ætlaði sér," sagði Weiss.
Meistaraverk Gaudi er Sagrada Família kirkjan í Barcelona, ein frægasta kirkja heims en hún er enn í byggingu.
Guardiola brosti þegar hann var spurður út í þennan samanburð en vildi frekar ræða leikinn, það væri alls enginn vináttuleikur sem væri framundan.
Pep Guardiola on comparisons to Antoni Gaudí by @SKSlovan manager, Vladimír Weiss: “No glass of wine, my colleague, right? Before he said that?” ????
— City Xtra (@City_Xtra) September 30, 2024
???? @HaytersTV pic.twitter.com/Q594juH63h
Athugasemdir