Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   þri 01. október 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Líkir Guardiola við Gaudí
Sagrada Família kirkjan.
Sagrada Família kirkjan.
Mynd: Getty Images
Slovan Bratislava og Manchester City mætast í Meistaradeildinni í kvöld en óhætt er að segja að Vladimir Weiss, stjóri slóvakíska liðsins, hafi hlaðið kollega sinn Pep Guardiola lofi á fréttamannafundi fyrir leikinn.

Weiss líkti Guardiola við arkitektinn fræga Antoni Gaudí sem var katalónskur líkt og Guardiola.

„Þeir báðir byggðu eitthvað og eru snillingar á sínu sviði. Eins og Gaudi helgaði líf sitt að byggja kirkjuna þá hefur Pep Guardiola valið réttu leikmennina í sína hugmyndafræði og afrekað það sem hann ætlaði sér," sagði Weiss.

Meistaraverk Gaudi er Sagrada Família kirkjan í Barcelona, ein frægasta kirkja heims en hún er enn í byggingu.

Guardiola brosti þegar hann var spurður út í þennan samanburð en vildi frekar ræða leikinn, það væri alls enginn vináttuleikur sem væri framundan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner