Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. nóvember 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kiddi Jóns fékk medalíuna og skrifaði undir
Mynd: Breiðablik

Kristinn Jónsson, mun taka slaginn með Breiðabliki á næsta ári en hann framlengdi samning sinn við félagið í dag.

Kiddi eins og hann er kallaður varð Íslandsmeistari í þriðja sinn á dögunum en hann þurfti að fara af velli í sigri Breiðabliks gegn Víkingi þegar hann kinnbeinsbrotnaði. Hann fékk því gullmedalíuna afhenta um leið og hann skrifaði undir samninginn í dag.


Þessi 34 ára gamli bakvörður gekk til liðs við Breiðablik fyrir tímabilið frá KR en hann varð Íslandsmeistari með Vesturbæjarliðinu árið 2019. Hann er uppalinn Bliki og vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með uppeldisfélaginu árið 2010.

Hann lék í atvinnumennsku hjá sænska liðinu Brommapojkjarna og norsku liðunum Sarpsborg og Sogndal frá 2014-2017.

Hann var í lykilhlutverki hjá Breiðabliki í sumar en hann kom við sögu í 23 af 27 deildarleikjum liðsins. Þá spilaði hann þrjá leiki í Evrópukeppni.


Athugasemdir
banner
banner
banner