Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. nóvember 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Van de Ven til stuðningsmanna: Sný fljótlega aftur
Mynd: Getty Images
Hollenski miðvörðurinn Micky van de Ven mun snúa aftur á völlinn á næstunni, en stuðningsmenn Tottenham óttuðust að hann yrði lengi frá eftir að hann fór haltrandi af velli í 2-1 sigrinum á Manchester City í deildabikarnum í vikunni.

Van de Ven er einn fljótasti miðvörður deildarinnar og hlutverk hans í vörninni gríðarlega mikilvægt.

Hann fann til aftan í læri gegn Man City og þurfti að biðja um skiptingu eftir aðeins fjórtán mínútur.

Hollendingurinn róaði stuðningsmenn aðeins með færslu sem hann birti á Instagram í gær en þar setti hann mynd af sér með textanum „Sný fljótlega aftur“ .

Líklegast verður hann því ekki lengi frá eins og óttast var í fyrstu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner