Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 14:21
Magnús Már Einarsson
Æfingar í afreksíþróttum áttu að hefjast fyrir bakslagið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember síðastliðinn að á morgun myndu æfingar í afreksíþróttum leyfðar á Íslandi. Vísir greinir frá þessu.

Eftir bakslag í kórónuveirufaraldrinum breytti Þórólfur hins vegar tillögum sínum. Sóttvarnarreglur verða óbreyttar, að minnsta kosti til 9. desember.

Tillögur Þórólfs, áður en bakslagið kom, voru þær að íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum yrðu heimilar. Líkamsræktarstöðvar áttu áfram að vera lokaðar.

Börn fengu á dögunum leyfi til að æfa íþróttir en æfingar hjá fullorðnum hafa legið niðri í tæplega tvo mánuði.

Keppni var hætt á Íslandsmótinu í fótbolta í byrjun október og engar æfingar hafa verið leyfðar undanfarnar vikur hjá fullorðnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner