Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 01. desember 2020 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Real tapaði aftur fyrir Shakhtar
Frábærlega gert hjá Shakhtar.
Frábærlega gert hjá Shakhtar.
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Bandaríkjamannsins Jesse Marsch í Salzburg eiga möguleika á að fara áfram í 16-liða úrslit.
Lærisveinar Bandaríkjamannsins Jesse Marsch í Salzburg eiga möguleika á að fara áfram í 16-liða úrslit.
Mynd: Getty Images
Real Madrid tapaði í annað sinn fyrir Shakhtar Donetsk á þessu leiktímabili í kvöld. Spænska stórveldið var í heimsókn í Úkraínu og þurfti að sætta sig við 2-0 tap.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Brasilíumaðurinn Dentinho liði Shakhtar yfir á 57. mínútu. Manor Solomon kom Shakhtar svo í 2-0 þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lokatölur 2-0 og Shakhtar er komið upp fyrir Real Madrid í riðlinumá innbyrðis viðureignum. Bæði lið eru með sjö stig þegar ein umferð er eftir. Borussia Mönchengladbach er á toppi riðilsins með átta stig. Inter er með tvö stig. Real mætir Gladbach á heimavelli í lokaumferðinni og Shakhtar á leik gegn Inter á útivelli.

Salzburg frá Austurríki hélt í möguleika sinn á að komast áfram með góðum 3-1 útisigri á Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Salzburg er núna með fjögur stig í A-riðli, einu stig frá Atletico sem er í öðru sæti. Atletico á leik gegn Bayern á heimavelli í kvöld og gæti þar gert út um möguleika Salzburg með sigri. Lokomotiv Moskva er með þrjú stig á botni riðilsins og Bayern er nú þegar komið áfram með fullt hús stiga.

A-riðill:
Lokomotiv 1 - 3 Salzburg
0-1 Mergim Berisha ('28 )
0-2 Mergim Berisha ('41 )
1-2 Anton Miranchuk ('79 , víti)
1-3 Karim Adeyemi ('81 )

B-riðill:
Shakhtar D 2 - 0 Real Madrid
1-0 Dentinho ('57 )
2-0 Manor Solomon ('82 )

Klukkan 20:00 hefjast sex leikir. Smelltu hér til að skoða byrjunarlið


Athugasemdir
banner
banner