Englendingurinn Liam Rosenior er tekinn við sem stjóri Chelsea. Hann skrifar undir samning til ársins 2032.
Rosenior tekur við af Ítalanum Enzo Maresca sem lét af störfum á nýársdag. Rosenior kemur til Chelsea frá Strasbourg en félagið er í eigu BlueCo líkt og Chelsea.
Rosenior tekur við af Ítalanum Enzo Maresca sem lét af störfum á nýársdag. Rosenior kemur til Chelsea frá Strasbourg en félagið er í eigu BlueCo líkt og Chelsea.
Rosenior er 41 árs gamall en hann lék á sínum tíma með Fulham, Reading, Hull, Ipswich og Brighton ásamt yngri landsliðum Englands.
Hann var stjóri Hull áður en hann flutti sig yfir til Strasbourg. Strasbourg hafnaði í sjöunda sæti frönsku deildarinnar á síðasta ári.
Chelsea er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir Fulham annað kvöld en Rosenior verður þó ekki á hliðarlínunni í grannaslagnum. Fyrsti leikur Rosenior við stjórnvölinn verður gegn Charlton í FA bikarnum á laugardag.
„Það er mér mikill heiður að hafa verið ráðinn stjóri Chelsea. Þetta er félag með einstakan anda og stolta sögu af því að vinna titla. Mitt starf er að viðhalda þessari sjálfsmynd og skapa lið sem endurspeglar þessi gildi í hverjum einasta leik sem við spilum á meðan við höldum áfram að vinna titla,“ er haft eftir Rosenior í tilkynningu félagsins.
Chelsea Football Club is delighted to announce the appointment of Liam Rosenior as head coach of the men’s team.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 6, 2026
Welcome to Chelsea, Liam! ????
Athugasemdir



