Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   fim 01. desember 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Martino hættur með landslið Mexíkó
Gerardo Martino
Gerardo Martino
Mynd: Getty Images

Gerardo Martino þjálfaði landslið Mexíkó á HM en liðið féll úr leik í gær þrátt fyrir sigur á Sádí Arabíu.


Hann tók þá ákvörðun að hætta eftir að samningi hans lauk eftir mótið. Hann staðfesti það eftir leikinn.

„Ég er sá sem ber ábyrgð á þessum vonbrigðum. Þetta er mjög sárt og ég tek á mig alla ábyrgð á þessum hræðilegu mistökum," sagði Martino.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1978 sem Mexíkó fellur úr leik í riðlakeppninni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner