Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. desember 2022 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær tilbúinn í nýtt starf - Búinn að horfa á 168 leiki aftur
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: EPA
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær er tilbúinn að snúa aftur í stjórastarf eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United fyrir um ári síðan.

The Athletic segir frá því að Solskjær sé búinn að nýta þetta ársfrí vel.

Hann er búinn að horfa á alla 168 leikina sína frá því stjórnartíð sinni hjá Man Utd. Hann er búinn að horfa á þá alla frá upphafi til enda og hefur farið vel yfir þá. Hann hefur einnig lært að sigla á meðan hann hefur verið í fríi.

Solskjær er sagður sáttur með tíma sinn hjá Manchester United en undir hans stjórn endaði liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar 2020/21 tímabilið.

Solskjær hefur fengið tilboð en hefur hingað til neitað þeim. Núna er hann tilbúinn að mæta aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner