Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   fös 01. desember 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég sé ekki fyrir mér að hann verði landsliðsþjálfari Írlands"
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Gabriel Agbonlahor.
Gabriel Agbonlahor.
Mynd: Getty Images
Roy Keane er einn af þeim sem hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Írlands eftir að samningur Stephen Kenny var ekki endurnýjaður.

Keane er sagður vinsæll kostur á meðal stuðningsmanna írska landsliðsins en hann er einn af þremur líklegustu til að taka við starfinu ásamt Lee Carsley, þjálfara enska U21 landsliðsins, og Steve Bruce.

Keane er fyrrum fyrirliði Manchester United en hann spilaði á sínum tíma 67 A-landsleiki fyrir Írland.

Á sínum þjálfaraferli hefur hann stýrt Sunderland og Ipswich en þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari Aston Villa og Nottingham Forest. Hann var einnig aðstoðarþjálfari írska landsliðsins frá 2013 og 2018.

Ekki góður kostur
Gabby Agbonlahor telur að Keane yrði ekki góður kostur fyrir Írland. Agbonlahor þekkir Keane vel en hann spilaði fyrir hann hjá Aston Villa fyrir nokkrum árum síðan.

„Ég sé ekki fyrir mér að hann verði landsliðsþjálfari Írlands," sagði Agbonlahor.

Keane er gríðarlega harður í horn að taka.

„Leikmenn eru öðruvísi í dag en fyrir 15 til 20 árum síðan. Hans stíll virkar ekki fyrir leikmenn í dag. Leikmenn nú til dags höndla það ekki. Hann er alltof harður."
Athugasemdir
banner
banner
banner