Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fös 01. desember 2023 20:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Owen gerir lítið úr úrvalsdeildinni - „Þarft ekki að vera svo góður lengur"
Mynd: Getty Images

Michael Owen fyrrum leikmaður í úrvalsdeildinni segir að það þurfi ekki að vera góður fótboltamaður til að fá tækifærið í deildinni.


Þessi 43 ára gamli Englendingur lagði skóna á hilluna árið 2013 en hann lék með liðum á borð við Newcastle, Liverpool, Real Madrid og Manchester United.

Hann er eini Englendingurinn til þessa að vinna Ballon D'or.

„Í gamla daga var fullt af frábærum leikmönnum sem voru með alvöru fótboltahæfileika," sagði Owen í hlaðvarpsþættinum Up Front with Simon Jordan.

„Núna er það þannig að ef þú getur bara hlaupið aðeins lengra en allir og sent boltann frá A til B þá geturu verið með fínan feril í úrvalsdeildinni. Þú þarft ekki vera svo góður lengur. Þú þurftir að vera með góða hæfni og eiginleika til að vera topp leikmaður, þú þurftir að vera fótboltamaður. Í dag þarftu að vera íþróttamaður."


Athugasemdir
banner
banner
banner