Manchester United vann sannfærandi sigur á Everton í úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsti deildarsigur liðsins undir stjórn Ruben Amorim.
Marcus Rashford og Joshua Zirkzee skoruðu tvö mörk hvor í 4-0 sigri og þá lögðu Bruno Fernandes og Amad Diallo upp tvö mörk hvor. Rashford er kominn með þrjú mörk í tveimur deildarleikjum undir stjórn Amorim.
Þetta var í fyrsta sinn sem liðið vann leik með fjögurra marka mun í úrvalsdeildinni síðan árið 2021 þegar liðið lagði Leeds 5-1 en liðinu tókst aldrei að vinna svona stórt í deildinni undir stjórn Erik ten Hag.
Man Utd fær gott próf í næstu umferð þegar liðið heimsækir Arsenal á Emirates á miðvikudagskvöldið.
Manchester United have won a Premier League game by 4+ goals for the first time since their 5-1 victory over Leeds in August 2021.
— Squawka (@Squawka) December 1, 2024
They never did it once under Erik ten Hag. ???? pic.twitter.com/gyHXNkSS1N