Fótbolti.net óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og vonum að þið hafið það sem allra best yfir hátíðirnar.
Fréttaþjónusta Fótbolta.net verður á sínum stað og mun eins og alla aðra daga fylgjast með öllu því helsta sem gerist í heimi fótboltans.
Fótboltinn fer aldrei í frí en spilað er í Afríkukeppninni, ensku úrvalsdeildinni og þá er landsliðsmaðurinn Logi Tómasson í byrjunarliði Samsunspor gegn Eyupspor í tyrkneska bikarnum í kvöld.. Öðruvísi jól hjá Víkingnum.
Janúarglugginn opnast um áramótin og ensku miðlarnir byrjaðir að slúðra um möguleg félagaskipti.
Njótið vel og innilega um jólin!
Athugasemdir



