Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 02. febrúar 2023 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítölsk stórlið höfðu áhuga á Kiwior - „Hefði verið ánægður að vera um kyrrt"
Mynd: Arsenal

Sasha Baranov umboðsmaður Jakub Kiwior sem gekk til liðs við Arsenal í janúar segir að þrjú ítölsk félög hafi sýnt þessum 22 ára gamla Pólverja áhuga áður en hann gekk til liðs við topplið ensku úrvalsdeildarinnar.


Kiwior er miðvörður en hann kom til liðsins frá ítalska félaginu Spezia.

„Öll stóru ítölsku félögin fyrir utan Inter Milan sýndu áhuga, m.a. Napoli, AC Milan og Juventus. Eins og staðan er hjá Napoli þurftu þeir ekki á breytingum að halda í janúar, þeir vildu ræða málin í sumar," sagði Baranov.

„Þið vitið hvað gerðist hjá Juventus og Milan beið einnig og þú veist hvað gerist þegar úrvalsdeildarfélag bankar upp á. Þegar lið eins og Arsenal bankar upp á verður erfitt fyrir 22 ára gamlan leikmann að segja nei. Það hefði verið sama upp á teningnum ef þetta hefði verið Juventus en Arsenal var eina félagið sem tók þetta upp á næsta stig."

Baranov bjóst við því að Kiwior yrði áfram hjá Spezia í janúar.

„Arsenal mætti og leikmaðurinn setti enga pressu á félagið, hann sagði bara að ef þetta myndi gerast yrði það bara gott mál annars hefði hann verið ánægður með að vera um kyrrt," sagði Baranov.


Athugasemdir
banner
banner