Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   þri 13. maí 2025 02:31
Snæbjört Pálsdóttir
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Gylfi Tryggvason þjálfari sameinaðs liðs Grindavík/Njarðvík
Gylfi Tryggvason þjálfari sameinaðs liðs Grindavík/Njarðvík
Mynd: UMFN

„Ég veit það ekki mér fannst þetta bara hörkuleikur, mér fannst við alveg með stjórn á þessu í fyrri hálfleik, vorum að galopna þær nokkrum sinnum þá, hefðum bara átt að nýta það betur."

0-0 var staðan þegar gengið var til hálfleiks en strax á 50. mínútu dróg til tíðinda þegar Karlotta Björk Andradóttir skoraði fyrsta mark HK.

„Svo kemur bara Lotta með einhverja töfra sko, hún er bara frábær leikmaður og þetta var bara ógeðslega vel gert hjá henni, og hérna 1-0 þar, þú veist 2-0 eftir fast leikatriði, það eru svona hlutir sem skilja á milli í dag og það var bara þannig í þetta sinn, við fengum færi til að komast til baka og minnka muninn og kannski jafna hann. Ég er bara mjög bara svona get samþykkt þessa frammistöðu þó að þetta hafi fallið með þeim úrslitalega séð hjá þeim í dag, já bara hörkuleikur sem féll með þeim í þetta sinn"

Gylfi var sáttur með margt í leik liðs síns. „Við vorum að pressa þær mjög hátt á vellinum og það gekk bara virkilega vel... ég man ekki eftir mörgum færum sem þær hafa fengið í dag."

„Við héldum vel í boltann og komumst oft í frábærar stöður og vantaði kannski bara að gera aðeins betra á síðasta þriðjungi til þess að ljúka sóknunum með marki en heilt yfir get ég alveg samþykkt margt sem var í gangi hjá okkur í dag."


Lestu um leikinn: HK 2 -  0 Grindavík/Njarðvík

Næsti leikur Grindavík/Njarðvík verður gegn ÍA nk. laugardag klukkan 14:00 á JBÓ vellinum

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner