Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. febrúar 2023 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varane leggur landsliðsskóna á hilluna (Staðfest)
Mynd: EPA
Raphael Varane er búinn leggja landsliðsskóna á hilluna. Franski miðilinn Le Parisien greindi frá því í morgun að Varane myndi fljótlega gefa út að landsliðsskórnir væru farnir upp í hillu og hann hefur nú gert það.

Varane er 29 ára miðvörður sem er á sínu öðru tímabili með Manchester United. Hann kom til enska félagsins frá Real Madrid sumarið 2021.

Hann hefur verið í franska landsliðinu í tíu ár og á að baki 93 leiki, varð heimsmeistari með liðinu árið 2018 og endaði í öðru sæti á HM í Katar á síðasta ári.

Varane er sagður finna fyrir líkamlegri og andlegri þreytu og vill eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Úrslitaleikurinn gegn Argentínu á HM í Katar er sagður spila stóra rullu í ákvörðun Varane.

Varane hefur átt gott tímabil með Manchester United og er hluti af sterkasta byrjunarliði liðsins.



Athugasemdir
banner
banner