Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fim 02. febrúar 2023 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yfirlýsing frá Man Utd út af Greenwood
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur sent frá stutta yfirlýsingu eftir að allar ákærur í máli Mason Greenwood voru felldar niður.

Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, fyrir ofbeldisfulla hegðun og fyrir að hafa ráðist á fyrrum kærustu sína, Harriet Robson.

Réttarhöld í máli hans áttu að fara fram í nóvember en lögreglan hefur núna ákveðið að fella niður ákærurnar eftir langa rannsókn. Lögreglan segir að nýjar vendingar hafi komið upp í málinu sem urðu þess valdandi að ekki var lengur talinn möguleiki á sakfellingu.

Man Utd, félagið sem Greenwood er samningsbundinn, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Manchester United er búið að taka eftir ákvörðun saksóknara um að allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafi verið felldar niður. Félagið mun nú sinna sínu eigin ferli áður en næstu skref eru ákveðin," segir í yfirlýsingunni.

Það verður því ekkert ákveðið strax en hann mun ekki spila né æfa með félaginu fyrr en Man Utd hefur farið í gegnum sitt eigið ferli.

Greenwood hefur ekki spilað fótbolta síðan hann var fyrst ákærður en hann þótti einn efnilegasti fótboltamaður í heimi.

Sjá einnig:
Greenwood enn á lista á heimasíðu Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner