Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Carragher segir að Manchester United vanti mest framherja
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sérfræðingur Sky, segir að Manchester United eigi að reyna að kaupa framherja í sumar.

Carragher telur að það sé skrefið sem United þarf að taka til að geta barist af krafti um enska meistaratitilinn.

„Ég myndi ekki segja að Ole Gunnar Solskjær sé varnarsinnaður stjóri því að hann hefur spilað í sóknarsinnuðum liðum hjá Manchester United í gegnum árin," sagði Carragher.

„Í augnablikinu eru Manchester United með gæða vandamál. Þegar boltinn kemur til fremstu manna, eru þá nægilega mikil gæði þar?"

„Þeir eru markahæsta liðið í úrvalsdeildinni en eru þeir með leikmann sem getur skorað mörk í mikilvægum leikjum og hjálpað þeim að vinna deildina?"

„Fólk talar um að United þurfi hægri kantmann, sem er rétt, en þeir þurfa meira á framherja að halda. Ef United væri með (Marcus) Rashford á vinstri, nýjan framherja og (Mason) Greenwood og nýjan framherja á hægri kanti þá myndi það gera eitthvað í að bæta gæðin."

„Þú horfir á möguleikana og þetta gætu verið Harry Kane eða Erling Haaland sem er að koma upp. Þú veltir því fyrir þér hvort þetta séu ekki leikmenn sem Manchester United ætti að reyna við."

Athugasemdir
banner
banner