Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 12:15
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum forseti Barcelona eyddi nóttinni í fangelsi
Josep Maria Bartomeu.
Josep Maria Bartomeu.
Mynd: Getty Images
Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona, eyddi nóttinni í fangaklefa og kom svo fyrir framan dómara í morgun. Verið er að skoða ýmislegt misjafnt sem átti sér stað í stjórnartíð hans í Barcelona.

Bartomeu var handtekinn í gær og einnig ráðgjafi hans, Jaume Masferrer. Tveir fyrrum stjórnarmenn Barcelona voru einnig handteknir. Lögreglan stóð fyrir húsleit á skrifstofum félagsins.

Lögregluaðgerðirnar tengjast 'Barca-gate' málinu en fyrrum yfirmenn Barcelona eru sakaðir um að hafa ráðið samfélagsmiðlafyrirtæki til að svívirða núverandi og fyrrum leikmenn sem gagnrýndu Bartomeu opinberlega.

Bartomeu og stjórn Barcelona sagði af sér á síðasta ári en mikið hefur gustað í kringum félagið að undanförnu og stjórnunarhættir Bartomeu verið harðlega gagnrýndir.

Barcelona hefur líka verið í vandræðum innan vallar og gætu misst sína skærustu stjörnu, Lionel Messi, sem verður samningslaus í sumar. Utan vallar hafa skuldir hrannast upp, meðal annars vegna Covid-19 faraldursins.

Eftir nokkra daga verða forsetakosningar hjá félaginu þar sem kosið er á milli þriggja frambjóðenda; Victor Font, Joan Laporta og Toni Freia.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner