Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 23:00
Aksentije Milisic
Pep eftir 21. sigurinn í röð: Hugsum um Man Utd
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að eina sem lið hans sé að hugsa um núna er leikurinn gegn grönnum þeirra í Manchester United.

Manchester City er gjörsamlega óstöðvandi en liðið hefur núna unnið 21 leik í röð í öllum keppnum. Ótrúlegar tölur hér á ferðinni.

Staðan gegn Wolves í kvöld var 1-1 þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Þá skipti liðið um gír og setti þrjú mörk á Úlfanna og vann sannfærandi 4-1 sigur.

„Við vorum frábærir. Við vorum að þjást eftir að þeir jöfnuðu leikinn í 1-1 en í lokin sköpuðum við okkur helling af færum," sagði Pep.

„Manchester United. Það er eina sem við hugsum um núna, það er næsti leikur. Liverpool er meistari. Titilinn er þeirra. Við erum í bestu stöðunni til þess að taka titilinn af Liverpool. Við munum reyna það en Liverpool er meistari."

„Það eru 33 stig eftir í pottinum. Á morgun spila keppinautar okkar. Við höfum einn eða tvo daga í frí og svo undirbúum við okkur fyrir leikinn gegn United."

City og United mætast á sunnudaginn kemur klukkan 16:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner