Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar Reykjavíkur, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá ÍBV. Hann var á tíu manna lista hér á Fótbolti.net yfir mögulega kosti fyrir ÍBV, en hann er samningsbundinn Þrótti.
Venni, eins og Sigurvin er oft kallaður, er uppalinn Eyjamaður og hefur gert flotta hluti með lið Þróttar á síðustu árum. Það er því ekki skrítið að hann sé orðaður við starf í Bestu deildinni. ÍBV er í þjálfaraleit eftir að Þorlákur Árnason sagði upp störfum snemma í mánuðinum.
Fótbolti.net ræddi við Venna í dag.
Venni, eins og Sigurvin er oft kallaður, er uppalinn Eyjamaður og hefur gert flotta hluti með lið Þróttar á síðustu árum. Það er því ekki skrítið að hann sé orðaður við starf í Bestu deildinni. ÍBV er í þjálfaraleit eftir að Þorlákur Árnason sagði upp störfum snemma í mánuðinum.
Fótbolti.net ræddi við Venna í dag.
Í Dr. Football þætti gærdagsins var sagt frá því að Eyjamenn hefðu sett sig í samband við Venna.
Er það rétt?
„Nei, ég vil ekki ljúga neinu um það eða gefa eitthvað annað í skyn, það hefur enginn talað við mig. Sem er bara fínt því mér líður vel þar sem ég er og þeir vita það svo sem þar sem ég hef auðvitað talað við þá í gegnum tíðina. Ég var búinn að heyra af þessari sögu í gegnum spjall á netinu, en ekkert annað," segir Venni.
Fótbolti.net hefur reynt að ná tali á Magnúsi Sigurðssyni, formanni fótboltadeildar ÍBV, undanfarnar vikur en án árangurs. ÍBV var orðað við Srdjan Tufegdzic áður en hann tók við Varnamo í Svíþjóð og félagið hefur svo verið orðað við Steven Caulker sem var spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í sumar.
Athugasemdir


