Andri Freyr Hafsteinsson er bóndasonur úr Skagafirði sem fékk snemma dellu fyrir fótbolta og þjálfun. Ejub Purisevic fékk hann til Ólafsvíkur sem leikmann, en fljótlega beindist allur fókus Andra Freys að þjálfun. Í Eftir að Andri Freyr flutti í bæinn hélt hann áfram í læri hjá miklu fagfólki, meðal annars Helga Jónasi Guðfinnssyni, Einari Einarssyni og Kristjáni Guðmundssyni.
Andri Freyr hefur þjálfað hjá Stjörnunni, KR og FH á höfuðborgarsvæðinu, en býr í dag á Stykkishólmi þar sem hann rekur vefsíðuna aperformance.net, sem býður upp á þjónustu fyrir félög, þjálfara og leikmenn.
Við Andri fórum vítt yfir sviðið.
Hvernig er hægt að þjálfa 100 stráka í 4. flokki og gera það faglega?Hvernig leysir maður flækjustigið í því að halda úti 2. flokksstarfi kl. 20:45 í febrúar?Eru leikmenn of oft meiddir á undirbúningstímabilinu og af hverju?
Þetta er þáttur fyrir þjálfara, foreldra, stjórnendur og alla sem vilja skilja betur hvað fagleg uppbygging í íslenskum fótbolta krefst.
Turnarnir eru í afar nánu og góðu samstarfi við nokkra góða aðila:
Hafið Fiskverslun
Lengjan
Spíran
Dave & Jones
Budvar
World Class




