Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 02. mars 2022 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allur ágóði sölunnar mun renna til fórnarlamba í Úkraínu
Abramovich leggur til hjálparhönd í Úkraínu.
Abramovich leggur til hjálparhönd í Úkraínu.
Mynd: Getty Images
Roman Abramovich stefnir á það að selja enska knattspyrnufélagið Chelsea sem fyrst. Hann sagði frá þessu í kvöld.

Abramovich er meðal ríkustu manna Rússlands og hefur hann áður fyrr verið í nánum tengslum við Vladimír Pútín, forseta landsins. Rússneski herinn réðst inn í Úkraínu í síðustu viku - að skipun Pútín - og bjó til stríðsástand.

Abramovich sagði frá því í yfirlýsingu sinni í kvöld að hann ætlaði sér að aðstoða Úkraínu á þessum erfiðu tímum.

„Allur ágóði af sölunni (á Chelsea) mun renna í góðgerðarsjóð. Sá sjóður verður settur upp fyrir fórnarlömb stríðsins í Úkraínu," segir Abramovich sem er þannig að reyna að fjarlægja sig frá Pútín og hans aðgerðum.

„Þetta felur í sér það að setja fjármuni í það að mæta brýnum og bráðum þörfum fórnarlamba, og auk þess til að styðja við þau til langtíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner