Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. mars 2022 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri bíður eftir fyrsta leiknum - „Sú skæða náði mér helvíti vel"
Andri Rúnar í landsleik.
Andri Rúnar í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur ekki verið að spila með sínu nýja félagi, ÍBV, á undirbúningstímabilinu.

Andri gekk í raðir ÍBV í vetur eftir að hafa leikið í atvinnumennsku í Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörku. Andri fékk Covid stuttu eftir heimkomuna og hefur það haft áhrif á getu hans til að æfa fótbolta.

Andri var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net fyrir nokkru síðan. Þar fór hann yfir stöðuna.

„Ég fékk Covid í byrjun árs og ég fer yfir til Vestmannaeyja þegar ég losnaði úr einangrun. Ég reyndi að byrja að æfa. Sú skæða náði mér helvíti vel," sagði Andri.

„Ég byrja frá grunni sem er leiðinlegt. Hausinn á manni er ansi mörgum skrefum á undan líkamanum. Ég fór í rannsóknir og fékk einhver astmalyf."

Andri segir að það verði læti og gaman hjá ÍBV, sem eru nýliðar í Bestu deildinni - í sumar. Þessi öflugi sóknarmaður á enn eftir að leika sinn fyrsta leik fyrir félagið, en það gerist vonandi á næstunni. ÍBV á tvo leiki eftir í riðli sínum í Lengjubikarnum, gegn Þrótti Vogum og Víkingi Reykjavík.

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Andra í spilaranum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Fótboltafréttir, Andri Rúnar og Vanda
Athugasemdir
banner
banner