Cody Gakpo gekk til liðs við Liverpool frá PSV í janúar á síðasta ári en var í viðræðum við Manchester United hálfu ári áður.
Þessi 24 ára gamli hollenski sóknarmaður hefur leikið 63 leiki fyrir Liverpool og skorað í þeim 18 mörk.
Liverpool heimsækir Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins síðar í þessum mánuði en Gakpo var í viðtali hjá Sky Sports þar sem hann var spurður út í félagaskiptin til Liverpool.
„Ég var í samskiptum við Man Utd um sumarið og talaði við stjórann, hann er auðvitað Hollendingur en það varð ekkert úr því. Liverpool kom svo upp um veturinn, það var besta ákvörðunin fyrir mig," sagði Gakpo.
Athugasemdir