Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   þri 02. apríl 2024 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Þengill Orrason (Fram)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fá Gylfa í Grafarholtið.
Fá Gylfa í Grafarholtið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikarinn í Love Island.
Mikarinn í Love Island.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Egill Otti boðinn velkominn á eyðieyjuna.
Egill Otti boðinn velkominn á eyðieyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigfús Árni líka.
Sigfús Árni líka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mest óþolandi.
Mest óþolandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Passar guttana.
Passar guttana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Komið er að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem spáð er 8. sæti í Bestu deildinni í sumar.

Þengill kom skemmtilega inn í Fram liðið á síðasta tímabili og hjálpaði klárlega til við að halda liðinu uppi í Bestu. Hann lék fimm leiki og skoraði tvö mörk í neðri hluta umspilinu, mörk sem skiptu máli. Varnarmaðurinn vann sér með því inn sæti í æfingahópi U19 landsliðsins í vetur.

Í dag sýnir Þengill á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Þengill Orrason

Gælunafn: Angel, Engillinn, Bjargvætturinn

Aldur: 18, 19 í haust

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: lék minn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2022 á móti ÍR í Reykjarvíkurmótinu. Það sem var minnisstætt úr þessum leik var að það var ÖMURLEGT veður, snjókoma og vindurinn var örugglega svona 20m á sekúndu. Gat varla séð næsta mann. Tók innkast sem dreif ekki inn á völlinn útaf vindinum.

Uppáhalds drykkur: Collab

Uppáhalds matsölustaður: Var Wok on en því miður er það örugglega lokað núna, þannig ég vel Lemon

Hvernig bíl áttu: Keyri um á annað hvort mömmu eða pabba bíl.

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei því miður á ég ekki neitt

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders voru drullu góðir þættir

Uppáhalds tónlistarmaður: The weeknd

Uppáhalds hlaðvarp: Dr football, Þungavigtin

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Inna

Fyndnasti Íslendingurinn: Þríeykið í FM95Blö, Þorsteinn Bachmann og Jón Gnarr

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Komin - mamma

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Pontus Dahbo - next big thing í Svíþjóð

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Daníel Traustason

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Aron Jó

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Messi

Sætasti sigurinn: Sigurinn á móti KA á síðasta tímabili

Mestu vonbrigðin: 5-1 tapið á móti Fylki á síðasta tímabili

Uppáhalds lið í enska: City

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi taka Gylfa Sig

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Viktor Bjarki

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Einhver rödd inn í mér sem segir að það sé ég

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Mackenzie Smith

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Mikarinn (Mikael Trausti)

Uppáhalds staður á Íslandi: margar góðar minningar úr Egilshöllinni

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var í Fjölni og var að spila leik með 4. flokki á móti Víkingi og vorum að gera jafntefli á svona 90 mínútu leiksins. Fáum hornspyrnu og ég labba í áttina að hornfánanum til þess að taka hanna. Þjálfarinn öskrar á mig „Ertu sáttur með jafntefli Þengill?” Ég svara að sjálfsögðu nei og hleyp í áttina að hornfánanum. Ég tek síðan hornspyrnuna og skora beint úr henni og við endum á því að vinna leikinn.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Spila ekki með legghlífar þar sem mér finnst þær hægja of mikið á mér

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist alltaf með þegar íslenska handboltalandsliðið er að spila. Annars fylgist ég bara með fótbolta.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Puma King

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Hef og verð alltaf lélegur í efnafræði

Vandræðalegasta augnablik: Þegar Hlynur fyrirliði ákvað að henda í 30.000 króna sekt á mig

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki með mér Egil Otta og Sigfús Árna uppá félagsskapinn og síðan tæki ég Gumma Mag sem myndi fá það hlutverk að passa upp á okkur

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi henda Mikael Trausta í Love Island. Held að svona umgjörð henti honum fullkomnlega. Ég sjálfur geri svo sem gott tilkall í að vera með stand upp comedy í Got talent

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Bjó þar í 11 ár

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Adam Örn hefur komið rækilega á óvart. Hugsar um sig eins og hann sé ennþá 18 ára, þar af leiðandi fittar hann vel inn í hópinn hjá ungu strákunum

Hverju laugstu síðast: Sagði við mömmu að það væri ekki gott að borða kvöldmat kl 23. Endaði síðan á því að borða matinn hennar stuttu seinna.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Löng hlaup

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Messi hvort ég mæti ekki eiga einn Ballon d’or
Athugasemdir
banner
banner